Print this page
Sunday, 01 February 2015 00:00

Netgreiðslur

Written by
Rate this item
(0 votes)

Með Netgreiðslum KORTA getur þú tekið við greiðslum fyrir þjónustu og vörur á þínu eigin vefsvæði á einfaldan og öruggan hátt.

Netgreiðslurnar virka þannig að þú setur upp greiðsluhnapp á þínu vefsvæði sem færir allar greiðslur yfir á PCI vottaða og örugga greiðslusíðu KORTA.  Þannig sjáum við alfarið um öryggi greiðsluferilsins og meðhöndlun kortaupplýsinga og þú losnar alfarið við þá áhættu sem fylgir meðhöndlun greiðslukortaupplýsinga á netinu.

Helsti ávinningur þjónustunnar er því öryggi greiðslna og sveigjanleiki, en uppsetningin er fljótleg og traust.  

Í meira en áratug hefur KORTA lagt grunninn að fjárhagslegum ávinningi fjölmargra viðskiptavina, stórra sem smárra, við sölu á varningi og þjónustu á netinu.  Margar af umfangsmestu og vinsælustu netverslunum á Íslandi eru í hópi ánægðra viðskiptavina um árabil.

Hafðu samband við okkur í síma 558 8000 og kynntu þér hvernig við getum hjálpað þér að taka á móti greiðslum á netinu á einfaldan og hagkvæman hátt.

Read 48807 times Last modified on Wednesday, 08 April 2015 14:47
Kristinn I. Pálsson

Latest from Kristinn I. Pálsson