Tuesday, 17 February 2015 00:00

Uppgjör

Written by
Rate this item
(0 votes)

Kreditkortaúttektir sem sendar eru inn til okkar fyrir kl: 20:30 virka daga eru greiddar út annan virka dag þar á eftir. Daginn eftir að kreditkortafærslur eru sendar inn, er staðfesting á sendingu send með tölvupósti  til söluaðila.

Uppgjör mun aðeins fara fram á íslenskum bankadögum, sem eru allir dagar nema laugardagar, sunnudagar og frídagar.

Fyrirkomulag á sendingu uppgjörsyfirlita og uppgjörs á færslum er eftirfarandi: 

Innsending færslna Uppgjörsyfirlit sent Uppgjör á færslum
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur
Föstudagur Laugardagur Mánudagur
Laugardagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Sunnudagur Þriðjudagur Miðvikudagur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppgjör á innlendum debetkortafærslum eru framkvæmd daglega í gegnum Reiknistofu Bankanna (RB) og fer vinnsla og uppgjör samkvæmt gildandi fyrirkomulagi og reglum debetkortakerfa RB. Færslur þurfa að berast Kortaþjónustunni fyrir kl: 21:00 virka daga til að greiðsla berist söluaðila næsta virka dag.

Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi RB er greiðsla þóknunar dregin af uppgjöri 10. næsta mánaðar. Mánaðarleg yfirlit eru send með tölvupósti, almennt um 6. næsta mánaðar.

Read 77614 times Last modified on Friday, 07 July 2017 10:45

Latest from Valborg

More in this category: « DCC Bókhaldstenging »