Með traustri umsjón á kortafærslum og daglegu kortauppgjöri styðjum við þinn rekstur og gerum þér kleift að nota þitt eigið fjármagn til að efla þína kjarnastarfsemi.

Hjá KORTA er ekkert stofngjald vegna almennrar greiðsluþjónustu í gegnum posa og kassakerfi.

Við hvetjum þig til að hafa samband strax í síma 558 8000 og fá nánari upplýsingar um áreiðanlega og hagkvæma þjónustu sem skilar þínu fyrirtæki auknu virði með öruggum greiðslulausnum.

Með Netgreiðslum KORTA getur þú tekið við greiðslum fyrir þjónustu og vörur á þínu eigin vefsvæði á einfaldan og öruggan hátt.

Netgreiðslurnar virka þannig að þú setur upp greiðsluhnapp á þínu vefsvæði sem færir allar greiðslur yfir á PCI vottaða og örugga greiðslusíðu KORTA.  Þannig sjáum við alfarið um öryggi greiðsluferilsins og meðhöndlun kortaupplýsinga og þú losnar alfarið við þá áhættu sem fylgir meðhöndlun greiðslukortaupplýsinga á netinu.

Helsti ávinningur þjónustunnar er því öryggi greiðslna og sveigjanleiki, en uppsetningin er fljótleg og traust.  

Í meira en áratug hefur KORTA lagt grunninn að fjárhagslegum ávinningi fjölmargra viðskiptavina, stórra sem smárra, við sölu á varningi og þjónustu á netinu.  Margar af umfangsmestu og vinsælustu netverslunum á Íslandi eru í hópi ánægðra viðskiptavina um árabil.

Hafðu samband við okkur í síma 558 8000 og kynntu þér hvernig við getum hjálpað þér að taka á móti greiðslum á netinu á einfaldan og hagkvæman hátt.

Með Fjölgreiðslum KORTA getur þú tekið við greiðslum sem dreifast á mörg tímabil.  Fjölgreiðslur skiptast í megindráttum í tvo flokka, léttgreiðslur og boðgreiðslur.

Léttgreiðslur henta sérstaklega vel ef þú vilt gera viðskiptavinum auðveldara að kaupa dýrar vörur.  Greiðslunni er þá skipt niður á nokkrar jafnar greiðslur.  

Boðgreiðslur nýtast ef þú vilt taka við reglulegum greiðslum, s.s. áskriftum eða mánaðargjöldum.

Undir „Eyðublöð“ hér neðst á síðunni er hægt að nálgast skráningaform fyrir létt- og boðgreiðslur KORTA. 

Posagreiðslur KORTA eru fyrir hefðbundin viðskipti þar sem þú tekur á móti kortagreiðslum á rafrænan hátt í gegnum posatæki.

KORTA er í samstarfi við Verifone, sem sér um posaleigu til viðskiptavina.  Hjá Verifone má fá ýmsar gerðir posa sem henta við fjölbreyttar aðstæður og reglulega bætast nýjar tegundir við með nýrri tækni.

Hafðu samband við þjónustufulltrúa KORTA í síma 558 8000 og við leiðbeinum þér um hvaða posar henta þínu fyrirtæki best.

 

Með vefposa KORTA getur þú á einfaldan hátt fengið heimild á og tekið við símgreiðslum fyrir kreditkort.  Vefposinn hefur sömu virkni og hefðbundinn posi og er aðgengilegur á þjónustuvef KORTA.is þar sem auðvelt er að nálgast hann þegar þú þarft á að halda.  Þar færð þú jafnframt greinargott yfirlit yfir allar færslur og hreyfingar. 

Vefposinn hentar vel fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fyrirtækjum sem vilja eiga kost á að taka við greiðslum á fleiri en einum stað.

Vefposinn býður upp á fjölmyntakerfi, þannig að þú getur tekið við greiðslu í þeim gjaldmiðli sem hentar þér best.

Hafðu samband við okkur í síma 558 8000 og kynntu þér hvernig vefposinn hentar þínu fyrirtæki

Með fjölmyntakerfi getur þú tekið við færslum í þeim gjaldmiðli sem þú kýst.  Þannig getur þú boðið viðskiptavinum þínum að greiða í þeirri mynt sem hentar þeim best þegar þeir kaupa af þér vörur og þjónustu.  Jafnframt getur þú valið þann gjaldmiðil sem þú vilt fá söluna uppgerða í, þ.e. hvort gert sé upp  í sömu mynt og salan var framkvæmd í eða í annarri mynt sem hentar þínu fyrirtæki betur.

Hafðu greiðslumyntina algerlega eftir þínu höfði með fjölmyntakerfi KORTA.

DCC þjónusta KORTA er valkvæm gjaldmiðlagreiðsla sem veitir þér möguleikann á að bjóða erlendum ferðamönnum að greiða með eigin gjaldmiðli. Það er bæði þinn hagur og viðskiptavina þinna, því þeir losna við gengisáhættu og þú færð 1% af hverri færslu endurgreitt sem þú færð ekki með hefðbundnum greiðslum.

DCC kerfið (Dynamic Currency Conversion) er einfalt í notkun fyrir þig og þína viðskiptavini. Þú þarft ekki að hafa annan posa – posinn greinir erlend kort og býður sjálfkrafa upp á að greitt sé í mynt korthafans. Yfirlit eru eingöngu prentuð út valkvæmt. 

Nýttu þér DCC og fáðu meira fyrir viðskipti þín við erlenda ferðamenn! 

Hafðu samband við okkur í síma 558 8000 og kynntu þér hvernig DCC hentar þínu fyrirtæki.

 

Kreditkortaúttektir sem sendar eru inn til okkar fyrir kl: 20:30 virka daga eru greiddar út annan virka dag þar á eftir. Daginn eftir að kreditkortafærslur eru sendar inn, er staðfesting á sendingu send með tölvupósti  til söluaðila.

Uppgjör mun aðeins fara fram á íslenskum bankadögum, sem eru allir dagar nema laugardagar, sunnudagar og frídagar.

Fyrirkomulag á sendingu uppgjörsyfirlita og uppgjörs á færslum er eftirfarandi: 

Innsending færslna Uppgjörsyfirlit sent Uppgjör á færslum
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur
Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur
Föstudagur Laugardagur Mánudagur
Laugardagur Þriðjudagur Miðvikudagur
Sunnudagur Þriðjudagur Miðvikudagur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppgjör á innlendum debetkortafærslum eru framkvæmd daglega í gegnum Reiknistofu Bankanna (RB) og fer vinnsla og uppgjör samkvæmt gildandi fyrirkomulagi og reglum debetkortakerfa RB. Færslur þurfa að berast Kortaþjónustunni fyrir kl: 21:00 virka daga til að greiðsla berist söluaðila næsta virka dag.

Samkvæmt gildandi fyrirkomulagi RB er greiðsla þóknunar dregin af uppgjöri 10. næsta mánaðar. Mánaðarleg yfirlit eru send með tölvupósti, almennt um 6. næsta mánaðar.

KORTA hefur þróað tengingar við öll helstu bókhaldskerfi sem gerir söluaðilum kleift að flytja uppgjör á kortafærslum inn í bókhaldskerfin með einföldum hætti. Þjónustan virkar í dag með DK, Opus Alt, TOK, TOK+ og Navision.

Þar með sparast verulegur tími við bókhaldsvinnu, sem skilar sér í lægri kostnaði fyrir viðskiptavini KORTA. Einnig er dregið að öllu leyti úr hættu á innsláttarvillum þar sem yfirfærslan í bókhaldskerfin er sjálfvirk að mestu og krefst ekki innsláttar.